Með of mikil völd

Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil.